Full text: (fyrsta frásaga)

Veiðiförin við Líbeverda. 
o5 
viðhöfð voru hin klúrustu kýminyrði eða fegursta hæ- 
verskuhjal. Hversu kunnar voru eigi sögurnar um gleðina 
í bænum Birsen, þar sem tvö kórónuð konungshöfuð 
sátu að sumbli! Nú í Líbeverda drukku menn erfið 
hinna feigu galta fyrirfram og það svo ósleitilega, að sá 
atgangur minnti cigi alllítið á hina alkunnu hæversku 
þeirrar skepnu, er þeir bjuggust til að leggja að velli. 
Kerin, sem þessir veiðigarpar tæmdu, voru ósvikin, enda 
þótti það lofleg og sjálfsögð kurteisi, að gjöra að dæmi 
kjörfurstans, óðara en hann færði bikarinn að munni 
sínum; enda drakk og hver þess í milli svo títt og 
mikið, sem lýsti. 
Smásaman tók svo kvöldroði hins fagra vínviðar að 
hækka á hvarmafjöllum kappanna; ræður manna tóku 
að gjörast háværar, og einarðar eða berar að sama skapi; 
skorti og ekki, að minnzt væri á tvíræð munnmæli og 
blendin æfintýri úr hirðsögunni góðu, er kallast Za saxe 
galaníe, sem prentuð var í Amsterdam 1736, stóreflis- 
bók, með alræmdu einkunnarorði: vis inta major. Þar 
voru og á boðstólum ýmsar fróðlegar frásögur úr æsku 
kjörfurstans, og var bola-atinu í Madrid sízt af öllu 
gleymt. Gekk erfingi Saxlands þar svo vel fram, þótt 
hans fyrsta hólmganga væri, að hjörtu hinna spænsku 
meyjanna urðu drjúgum sár til ólífis. 
Þessar sögur voru líf og andi fyrir Ágúst konung — 
því má eigi kalla hann svo, er hann tók það tignar nafn 
óðara aptur? — Hann tók hlægjandi silfurdisk af borð- 
inu og vafði saman milli handa sinna, og fór sér ör- 
hægt, að öllum sýndist; varð diskurinn í lögun sem 
sívalt kefli, og skaut konungur honum til matsveinanna, 
og bað þá eiga gripinn. 
Menn æptu hástöfum að þessari aflraun furstans, enda 
vakti dæmið fleiri manna kapp. Saxneskur riddarafor- 
ingi, gildur vel og sterklegur, tók eir-kubb einn, dró 
af dúkinn og lagði á bert borðið; síðan steitti hann 
hnefa sinn og laust kubbinn eitt högg, og sat kubbur- 
inn þá fastur í eikiborðinu. Undruðust menn á nýjan 
leik og æptu hástöfum. 
Nú bað konungur sækja skeifur nokkrar og bera inn; 
hann skoðaði hverja þeirra vandlega og lagði jafnótt 
frá sér Toks hitti hann eina. er honum líkaði: lét
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.