Full text: (fyrsta frásaga)

Veiðiförin við Líbeverda. 
93 
fyrir heiminn, en aldrei annað meira. Heiptin hamaðist 
innan um brjóst hjá Ágústi eptir sem áður, enda gaf þrá- 
lyndi Karls honum ekki eptir. Sigur og ófarir héldu sama 
stryki, og sættin við Altranstað varð eingöngu vopna- 
hlé, sem notað var af beggja hálfu til viðurbúnings 
nýrra bardaga. 
Vetur þessi hinn sami á Saxlandi var hinn hæsti sigur- 
frægðartími hinnar sænsku konungshetju. Hylltu hann nú 
tveir ríkir konungar, og hafði hann þó svipt annan 
kórónu, en gefið hinum; tuttugu furstar, prinsar og 
sendiherrar þröngdust um þennan unga ógnarbíld, sem 
borið hafði sigur frá borði í sex leiðangrum — á tví- 
tugsaldri. Þar kom Marlboró, mesti herstjóri síns tíma 
annar en Eugen hinn sigursæli; vildi hann nema af 
Karli (sagði hann), það sem hann ónumið ætti af hern- 
aðarlistinni. Höfðu þá og allmargar ríkar konur og 
göfugar komið þangað heiman frá Stokkhólmi, til fundar 
við eiginmenn sína. Blandaðist þar því saman hirð- 
ljóminn og herfrægðin. Þá voru margar finnskar sveitir 
og stórar í Svíaher. Taldist sá her, sem þar var, sextán 
þúsundir riddaraliðs, en tæpar tuttugu þúsundir fótliðs. 
Mátti þá enginn annar ríkisher í Evrópu jafnast við hinn 
sænska að herkunnáttu, vígkænsku. harðfengi, reglusemi 
og sigursæld. 
Það var í febrúarmánuði 1707, að tíu dragóna-ridd- 
arar af liði Svía og hestasveinar þeirra, svo og tólf eða 
fimmtán skyttur, er fóru með veiðihunda, stefndu að vindu- 
brúnni fyrir framan riddaraborgina Líbeverda á bökkum 
árinnar Elster. Þá var rökkur, er þeir náðu áleiðis, 
enda virtist sem von hefði verið komumanna, því í móti 
þeim gengu margir þjónustusveinar frá höllinni; leiddu 
þeir gestina, er var æðikalt orðið, inn í hituð herbergi; 
biðu þar dúkuð borð með rjúkandi kjötkrásir og könnur 
stórar með mjöð og munngát. 
En fyrirliði sveitarinnar dustaði í skyndi mosa og ryk af 
hinum ljósbláa riddarabúningi sínum, og var honum síðan 
vísað inn í vel ljósaða höll eða sal; hitti hann þar fjöl- 
menni, er enn eigi hafði upp staðið frá miðdegisborðinu. 
Honum, sem fastandi kom utan úr kuldanum, duldist 
eigi, að boðsmenn hefðu drjúga hressing fengið; en allt 
um það þóttist hann sjá, að jafnvel þeir sem djarfast
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.