Full text: (fyrsta frásaga)

)2 
Blástakkar. 
Við Altranstað. nálægt Lötzens fræga vígvelli, settu 
Svíar herbúðir. Karl tólfti lét sýna sér staðinn þar sem 
Gústaf Aðólf féll. Þá heyrðu menn konung tala þessi 
orð: >Jeg hefi viljað hreyta eins og hann, má vera að 
Guð unni mér og að fá eins fagran dauða.< 
Þó varð dauði Karls tólfta eigi eins og Gústafs Aðólfs, 
enda var og breytni hans öðru vísi en hins. 
Þeir Karl og Ágúst konungar höfðu fyrst fundizt sjálfir 
við Guntersdorf hjá Leipzig. Nordberg getur þessa fundar 
á fjórum stærðarblaðsíðum í sögu sinni. Það að horfa 
á þessa tvo konunga, sistkyna syni að frændsemi, fallast 
í faðma eptir það að sex ára agi þeirra og ófriður var 
búinn að velta ógr“ > >g eyðileggingu yfir víð og vell- 
auðug landflæmi, >; „ótti þá heldur en eigi sjón að 
sjá, og tárin runnu iækjum niður eptir kinnum her- 
mannanna. Var =' fundur þessi með mestu blíðu af 
beggja hálfu; var ..rl þá svo kurteis, mót venju, að 
hann lét Ágúst frænda sinn ganga fyrir; mötuðust þeir 
saman, sváfu í sama húsi og töluðu lengi tveir einir. 
Svo segir hinn sárhæðni Voltaire, sem eigi hefur getað 
stillt sig að hlægja ekki að öllu saman, þrátt fyrir að- 
dáun sína, að Karl konungur hafi við fund þennan gengið 
á hversdags stígvélum, haft dökkan hálsklút og verið 
í slitnum, ljósbláum stakki með gylltum látúnsknöppum, 
girtur löngu sverði, og hafi hann jafnan stutt hönd sína 
á meðalkaflann. Það sverð hafði hann haft við Narva 
og lét það jafnan hendi fylgja. Þá átti og Karl að hafa 
sagt gesti sínum, að síðastliðin sex ár hefði hann aldrei 
úr reiðhosum farið nema nóttina yfir, og þó eigi þá, ef 
óvinir voru á næstu grösum; átti slíkt og þvílíkt að 
hafa verið ræðuefni hans; þykir Nordberg slíkt hið versta 
gabb hjá Voltair.. En um Ágúst konung er það ein- 
mælt, að hann %afi verið hin hæverskasti riddari sinna 
daga; gat hann 07 verið hinn glaðasti til að sjá og leikið 
við hvern fingur. þó að brjóst hans væri fullt af hryggð 
og gremju og niðurbirgðri bræði og hatri. 
Þá var og minnispeningur sleginn með brjóstmyndum 
beggja konunganna; stóð þar á þetta letur: >Sigur- 
hetjur þær, hverra vegsemd fer með himinsins skautum, 
samþykkja þráðar sættir og frið á fundi þeirra í Altran- 
stað 17. des. 1706.< Peningur þessi varð augnagaman
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.