Veiðiförin við Libeverda.
91
arinn hristist í hásætinu og er boðinn og búinn að veita
sínum þjáðu þegnum Prótestöntum allt, sem þeir æsktu.
Og meðan allt þetta gjörðist, meðan sigursældin eins
og vængjuð örlagadís eltir hina sænsku herfána suður á
bóginn, á meðan læðist ósigurinn að baki hins sigursæla
Karls konungs eins og þegjandi þrumufleinn, og kippir
hljótt, en hreint og beint einu landi á eptir öðru, strand-
lengju eptir strandlengju undan honum, svo sem til jafn-
aðar fyrir sigra án ábata og frægðar án hygginda. Nauta-
borg var tekin, Nýskansinn unninn eptir þrjár atrennur;
sezt um Dorpat og hún tekin; Narva unnin eptir hið
harðasta stormhlaup; Ingermannland og Eistland herjuð
og herskildi unnin; Lífland og Kúrland komin á steypir-
inn; Pétursborg grundvölluð; Ankarstjerna aptur rekinn
frá Krónstað, — ekkert af öllu þessu gat fengið sænsku
hetjuna til að hætta við sitt frægðarríka en hamingjutóma
spil um kórónu Póllands. Hann sá eigi, hvað hygginda-
mennirnir í kringum hann sáu, að herskarar þeir, sem settu
upp fána Rússa í vestur-skattlöndunum og brutust ælengra
fram í fjarveru hans, voru eigi lengur hinir sömu menn og
þeir, er hann hafði sigrað við Narva. Styrjöldin var búin
að manna þá og mennta og Pétri zar hafði drjúgum auk-
izt kunnátta af óförum hans, en Karli hafði sjálf sigur-
sældin orðið að óhappi og apturför.
Sættin í Altranstað, þar sem pólska kórónan féll um
stundar sakir af höfði hinum marghrakta Ágúst, var eigi
orðin heyrinkunnug, heldur einungis heimuglega ráðin
þegar Mensikoff vann Svíana undir forustu Mardenfelts
hjá Kalisj. Ekkert -— jafnvel eigi þetta — gat bifað trú
Karls á hamingju sína, þessa miklu trú, sem Dahlberg
sagði um svo hnýttilega: -Karl konungur hyggur að
hamingjan sé ferstrend!<
Karl tólfti var stórmenni sem maður; hann barðist,
án þess að horfa til hægri eða vinstri, fyrir því, sem
hann hugði vera réttvíst og gott. Hann gat aldrei látið
undan; það varð honum að falli. Pétur zar var stór-
menni sem stjórnari; hann barðist fyrir endursköpun
ríkis síns; hann gat látið undan þegar að kreppti, cn
hann brotnaði eigi; fyrir því gafst hann eigi upp fyr en
endimarki hans var náð.