Sagan af Karli tólfta og Blástökkum hans.
þennis væri máske réttast að kalla á voru máli sögu-
þátt þann, sem hér fer á eptir. Það er sjöundi
þáttur, eða upphaf þriðju bókar þess sagnabálks er heitir
sFrásögur herlæknisins<, samdar af þjóðskáldi Finnlands
og sagnafræðing ZAKARÍAS ToPeLíus. Áður hef jeg ís-
lenzkað þáttinn: >Hringurinn konungsnautur<, er var
prentaður í Vesturheimi í >Óldinni<, blaði Jóns Ólafs-
sonar. Ér sá þáttur upphaf frásagnanna fyrstu bókar
(um daga Gústafs Aðólfs). Skýrði jeg þar frá í formála
ritverki þessu, stefnu þess og höfundi. Og með því að
sú þýðing mun varla vera í margra höndum, vil jeg hér
ítreka hið helzta, sem þar að lýtur.
Sögur hermannalæknisins, eða sem jeg hér kalla >Frá-
sögur herlæknisins<, eru sögur sagðar af finnskum manni
og frá finnsku sjónarmiði, en eru þó í raun réttri saga
Svíþjóðar (aðallandsins) og Finnlands (hins fræga skatt-
lands Svía frá 13.öld til 1808. Er allur mergur máls-
ins sönn saga hins sænska ríkis frá Gústafi konungi mikla
(Aðólf) til æfiloka Gústafs þriðja, og nær því yfir nær-
felt þrjár aldir. Er það því afarfróðlegur og stórfeldur
sagnbálkur, því að fá eru þau lönd í heiminum, sem
meiri auðnubrigði lifðu, en Svíar á því tímabili. Sem
kunnugt cr, hóf Gústaf Aðólf og kappar hans Svíþjóð
upp í stórvelda tölu, og er þess eins dæmi um jafn
fámenna þjóð, er engar nýlendur átti, frá dögum Róm-
verja eða Grikkja. Og lengi hélzt það í ætt Gústafs fyrsta
Vasa, at konungar voru atkvæðamenn, jafnt til hernaðar
sem til friðsamlegrar stjórnar. Minna þeir mjög á Lúfu-
ættina Norðmanna eða Valdimaranna hjá Dönum; hafa
ng þær konungaættir ávætastar verið á Norðurlöndum