Bréf frá Ebbu Bertelskjöld.
85
grunna, hundrað þúsund ríkisdala brunaskattur sópaði
innan fjárhirzlur hinnar auðsælu borgar, er áður var
Torveldari en hver annar sígur, er áður var unninn,
var ef til vill vitsins og mannúðarinnar sigur yfir hinum
ósveigjanlega drottnunarvilja. Svo sem fyr á dögum
Karls Gústafs kom aptur og aptur hin sama spurning
fram, eins og æ mun verða, þegar velgengnin æsir of-
metnað mikilla og sterkra manna:
Hvað á sá óunnið eptir, sem unnið hefur heiminn:
Það. að yfirvinna sig sjálfan.
6. Bréf frá Ebbu Bertelskjöld til bróður hennar,
Gústafs Aðólfs Bertelskjöld, lautenants við
lífaragónasveitirnar.
Stokkhólmi, 28. janúar 1704.
1cr Gustave!*
Enginn má með orðum útmála, hversu systir þín,
heimasætan, hlakkar til að fá bréf frá þér. Þú ert mér
svo hjartakær, að það er enginn annar í veröldinni, nema
einn cinasti, sem líkist þér í nokkurn handa máta, og
sá eini -— Coeur de ma vie (elsku-hjartað mitt) Gústaf, ef
þú kemur ekki bráðum heim aptur, sér systir þín aldrei
framar glaðan dag eða nokkurn mann. sem hana huggar.
Elskulegi Gústaf!