Blástakkar.
opinn dauðann. Munum vér og sem hollir þegnar og
liðsmenn eigi metast um skyldu vora að fylgja yður,
herra, hvert sem vera skal, en því viljum vér yfir lýsa,
að þegar er þér hryndið ferju frá landi, munum vér
óðara gjöra stormhlaupið, allir í einum dyn, svo að vér
megum allir samt bíða bana á sama vetvang, þar sem
konungur vor og herra er og kjörinn til dauða.<
Við ræðu þessa, er komin var úr Karls eigin skóla,
varð konungi bilt, og var sem náttmyrkur kæmi yfir
hvarma hans; stóð hann lengi og starði á kastalavígin,
hinn dimma turn yfir þeim, og út á hið breiða fljót ;
var áin bólgin og æst af stormi og leit svo út í dimm-
unni, sem hún væri albúin að gleypa þúsundir hraustra
manna, ef hennar yrði freistað.
Fyrsta sinn á æfi sinni varð Karli tólfta að hika;
stríddu nú og hömuðust stórræði ýms í hans járnhörðu
sál. En meðan hann enn var á báðum áttum og efaðist,
hver fórnin væri þyngri: vilji hans eða margra þúsunda
líf, gekk að honum Díper, sá maður, sem bezt kunni að
leiða og stilla hið óstýriláta ljón með viturleik sínum.
>Mildasti herra,< mælti hann með mikilli stillingu.
>Vilduð þér renna augum ;ðar í austurátt. Dagur er
runninn; of seint er nú að gjöra áhlaupið.s
Konungi varð að líta um öxl sér. Það stóð heima:
örmjó rönd af árdegi hins síðla hausts lýsti undan skýi
og sló glætu á málmtoppana á turnunum í Thorn.
>Þú segir satt,< mælti konungur, og má vera að hann
yrði feginn að finna tilefni til að taka aptur skipan sína.
* Uppreist konungs gegn konungis var í þetta sinn
yfirunnin.
Þessi sigur hins rétt> snú'i:* í sigurhrós á ytri hátt.
Kanitz sá fyrirbúna = vi? - neiddist friðar og upp-
gjafar í annað sinn. sas '„fst Svíum á vald 13.
október; fengu fyrirliðarrir fara með sverð sín, en
liðið allt var til fanga tekiu. Hafði Thorn varizt með
fullum drengskap. Meiri hluti borgarmanna hafði farizt
fyrir hungri og sjúkdómum. Af 7000 hermanna, er vörðu
staðinn, voru eptir á lífi 1600 heilbrigðir og 2500 sjúkir.
Kanitz var tekið með fullri kurteisi af Svíum, var hann
með þeim um hríð í góðri virðing og mataðist af borði
konungsins. En kastalinn og vígin voru rifin niður til