Full text: (fyrsta frásaga)

Blástakkar. 
Bm! Óðar en fyrirliðinn hafði sleppt orðinu, kom bloss- 
inn fram úr fallbyssunni á næsta vígi á móti herbúðunum ; 
fylgdi svo dimmrómaður dynkur, að skothríðin umhverfis 
steinþagnaði. Gaus þá upp stóreflis mökkur af ryki og 
sandi, sem sýndi hvar kúlan hafði lent, en það var ein- 
mitt í víggryfjunni, þar sem konungurinn stóð. 
=Hvert þó heitasta —!< ænti fyrirliðinn. >Hvað varð 
af konunginum ?< 
sHann stóð áðan þarna *- / körfurnar. Guð komi til! 
Ætli nokkuð sé að? Jeg ekkert fyrir rykinu.< 
>Sagði jeg ekki?< mælti fyrirliðinn, og keyrði hest- 
inn. Gústaf fylgdi honum í írafári. 
Við grafirnar var allt í uppnámi. Breið og stór glufa 
í veggnum sýndi hvar kúlan hafði farið: hún hafði skellt 
höfuðið af bónda og handlegg af dáta, hinn þriðji hafði 
alveg sópast burt af jörðunni, og sá var konungurinn 
sjálfur. Þeirri ógn og ofboði, sem gagntók alla þá er 
nærri voru, cr ómögulegt að lýsa. Konungurinn var 
hermönnunum eitt og allt, og Svíþjóð líka, að því sem 
þótti. Sigurinn fylgdi honum; með honum var hið ó- 
mögulega mögulegt; án hans var öllu glatað. Herinn var 
orðinn þeirri hugsun svo vanur, að enginn gat hugsað 
til framtíðarinnar, ef konungur félli: Hin fyrstu áhrif 
vöruðu þó að eins augnablik. Þegar mesti mökkurinn 
var að réna fyrir vindinum sáu menn handlegg konungs- 
ins og lafið af hinum alkunna, bláa stakki hans, koma 
upp úr sandhrúgu og brjótast þar um. Menn þustu að 
með rekur og spaða og ruddu hauginn, með meiri á- 
kefð en aðgæzlu. Í því reis konungur upp úr dyngjunni, 
eins og frá dauðum — dökkgrár eins og móðir hans, 
jörðin, en suðandi út af því, að munnur hans skyldi 
fyllast svo af sandinum. Jarteikn hafði þar orðið: hin 
konunglega hetja var stráheil á húfi; kúlan hafði ecin- 
ungis sópað ofurlitlu sandfelli yfir hann. 
>Hvað sagði jeg?< hvíslaði Íagerkrantz, sem gleymt 
hafði hræðslunni. >Eitraður er hann rétt eins og bara 
blágrýtið. Allar Kéttur í víðri veröldu koma ekki klón- 
um inn úr blákuflinum hans.< 
Það er ekki neitt!< kallaði konungur hátt. >Komið 
með fleiri körfur! Hlaðið, piltar! Sendið henni Kéttu 
baunir í trýnið, svo að hún hætti að klára <
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.