30
Blástakkar.
Heldur þú kóngurinn sé lakari fyrir það, að hann er
eitraður? Hvert barn veit þó, að Gústaf Aðólf var eitr-
aður; á hann beit ckkert annað en silfurhnappur, steyptur
úr helgilíkneski. Afi þinn var líka, að sögn, eitraður.<
>Já, heyrt hef jeg það. En jeg hygg að mönnum sé
hætt við að leita uppi litlar orsakir til stórra hluta. Það
er eitthvað stórt, að bera hetjuhug í brjósti, og að kon-
ungur eða hershöfðingi ekki hopar handarlengd fyrir hásk-
anum, heldur eins og eltir hann uppi, fremur en sá fá-
kænasti liðsmaður. Vér hversdagsmenn skiljum þetta ekki,
heldur búum til allskonar skröksögur, til þess að þurfa
ekki að trúa á þann ofurhug, sem vér skiljum ckki.<
>Nci, nú skjátlast þér, Bertelskjöld. þú getur þó ekki
neitað því, að afi þinn var eitraður af því finnsk galdra-
kerling gaf honum hring. Þú ert finnskur líka, og veizt
víst meir, en þú lætur á bera. Ekki mundi jeg verða rýr-
ari í roði, cf þú útvegaðir mér slíkt töfraþing. Þá fyrst
færi jeg að láta höndur skipta; jeg skyldi taka alla borg-
ina Thorn cinsamall.e Ö
>Það getur þú gjört án hringsins. Jeg get ekki útvegað
þér hann; hann er í höndum Þorsteins bróður míns.<
>Það er skaði. Annar eins nernagarpur sem hann,
mun aldrei verða við annað kenndur en blekið, meðan
hann lifir. En bíddu, — nú ma: >*7 nokkuð. Jeg mætti
Þorsteini daginn áður en harn -.r af stað til Parísar.
Þá barst hringurinn í tal og sér hann og sárt við lagði,
að hann hefði týnt honum þá fyrir viku.<
>Getur það verið? Ekki gat hann þess við mig.<
>Af því þið voruð ávallt í deilum. Mér kemur nokkuð
í hug. Það var sagt um afa þinn, að honum hafi gengið
allt að óskum, og af því hafi hann orðið nokkuð harð-
geðja, svo hann hirti ekki hót um neitt, ef hann fekk
því framgengt, sem hann vildi.
>Það hef jegr líka heyrt sagt.<
„Skilur =: mig þá? Eða hvað segir"'u um kónginn?
Er hann ekki eitthvað í fastara lagi fyrir, svo að ekki
er unnt að Þoka honum frá því, sem hann er búinn að
ásctja sér, þó að gull væri í boði.<
>Já, af því að hann ætíð vill það eitt, sem rétt er og gott.<
>Nú, nú; ekki vantar mig virðingu fyrir kónginum,
enginn strákur skal annað um mig segja. En ectur hann