Áróra Königsmark.
7
spakara, kólnaði, varð að hinu ósegjandi friðsæla skap-
lyndi góðrar meðvitundar. Gústaf áræddi jafnvel að
mælast til við Ebbu í neðanmálsgrein, að setja Wiirgen
í sigurbókina. Meira þorði hann ekki að ympra á.
En í því, er hann skundaði frá höllinni, sendu hin
svörtu augu greifinnunnar nóg af eldingum á eptir hon-
um, og hún táði milli handa sinna, ögn fyrir ögn, hinn
blikandi blævæng, sem hún hélt á. Síðan hringdi hún.
>Czernicki, þú ferð úr vist þinni á morgun! Að senda
mér slíkan lurk! Auðmýkja mig frammi fyrir þessum
marmarasteini! Sendu eptir Törnflygt! Nei, láttu vera,
jeg vil ekki sjá hann! Jeg vil engan síá frá þessum við-
bjóðslegu herbúðum.<
Hofmeistarinn fór. Hin fagra greifinna brast í grát.
Hún var þó ekki nema kona, átti þó hjarta í brjósti, og
það hjarta hafði citt sinn verið göfugt og gott, fagurt
eins og vöxtur hennar, og hvorki synd né heimur hafði
megnað að afmá öll þess upprunamerki. Hve margir eða
fáir dauðlegir hafa haft afl til að bera hennar sigurvinn-
inga og forðast hennar forlög? Léttúð heillar aldar og
heilar flækjur hinna fíngjörvustu ginninga höfðu lagzt á
eitt, hana að fella. Sá, sem getur, má kasta fyrsta stein-
inum á hina dýrkuðu, öfunduðu og þó svo sárpíndu konu,
Maríu Áróru Königsmark, konungsunnustuna og móður
þjóðfrægrar hetju!
Um dvöl hennar við sænsku herbúðirnar má því enn
viðbæta, að hún freistaði tiltækis síns, en henni mistókst
það gjörsamlega. Einn dag tókst henni að mæta Karli
konungi á þröngum vegi, þar sem hann komst cigi fram
hjá henni. Óðara steig hún út úr vagni sínum. En kon-
ungur lypti hattinum, hvorki meira né minna, en hann
gjörði fyrir hverri annari konu, sneri síðan við hestin-
um og reið brott, en mælti eigi eitt einasta orð. Þessi
var síðasta tilraunin. Með gremjutárum fór greifinnan þá
brott frá herbúðunum, en með þeirri metnaðarvissu, að
hún væri sá cinasti dauðlegi, sem Karl hinn tólfti hefði
nokkru sinni áttast.
>Hvelbrjóstuð, gullhærð gyðja
að ginna svein var keypt;
hann kunni ei brúðar biðja,
til baka hvarf hún sneypt.e