/2
Blástakkar.
oss á konungleg orð og eiða, en samt sem áður svipti
Karl ellefti oss öllu, sem hann náði, og illa leikin, svikin og
féflett kvöddum vér hið vanþakkláta land, sem hafði notað
oss sér til ábata og naut nú í næði vorra rændu auðæva.s
Greifinnan ritaði á hið glerfáða borð með skaptinu á
blævæng sínum og hélt áfram: >Þér getið nærri að
rækt vor og ylur til konungsættarinnar frá Pfalz hlaut
að kólna við slíka atburði. Bræður mínir féllu í blóma
aldurs síns. Sýstir mín og jeg áttum hvergi skjól. Þess
sem Karl ellefti synjaði okkur, væntum við af syni hans.
NT:
hef jeg leitað þess og eigi fengið. Fylgi og forbænir
Pípers greifa hefur jafnvel ekki stoðað. Jeg hef gjört
svo lítið úr mér, að beiðast þess, er jeg hafði rétt til að
heimta. Þér eruð stórhugaður maður, greifi, þér skiljið,
hvað það sé að brjóta odd af oflæti sínu gagnvart kon-
ungs þjóni —. Karl vill eigi sjá mig. Nú — þá þekkir
hann illa ættina Königsmark. Hann skal sjá mig, hann
skal hlusta á mig, hvort hann vill eða eigi. Og til þess
verðið þér minn fulltingismaður, greifi Bertelskjöld.<
>Jeg, greifinna ?<
2Aptur sami svipurinr. minn fagri frændi, eins og
vildi.jeg tæla yður til að gjöra glæp! Hvað hyggið
þér þá um mig? Menn hafa máske sagt, að jeg væri
send hingað af Ágúst konungi til að semja frið. Og
þótt nú svo væri, jeg gjöri hvorki að þræta eða játa,
væri það þá nokkurt ódæði, að vilja sætta tvo hugstóra
konunga, sem gætu þá í félagskap mætt beggja hættuleg-
asta keppinaut, Rússlandi? Saxland er annað ættland
mítt; jeg gæti þá talað þess máli við hina ættjörðina.
En hvort heldur hér er um stjórnarmál að ræða eða eigi,
mundu þá eigi ættar minnar réttlátu kröfur til Svía-
konunga vera ærin orsök og erindi til at knýja ógæfu-
sama konu, sem heimurinn smáir, til að leita til herbúða
Svíanna? Mundi það nú vera riddarasiður í Svíþjóðu,
að varna hinum ofsóttu hins minnsta færis og farborða,
þeirra réttar að reka? Nei, greifi, konungur hlýtur,
nauðugur-viljugur, að veita mér áheyrn, fyr skal jeg
fleygja mér flatri undir hófana á hesti hans. Viljið þér
veita mér hjálp yðar?<
:Jeg skil eigi hugsun yðar.=<