Blástakkar.
náði lampabirtunni. Í sömu svipan gekk í móti honum
maður, er var í milli-herberginu, sem var hofmeistari
greifinnunnar, hinn sami, er hvískrað hafði í göngunum,
pólskur maður. >Þér eruð annar maður, mælti hann
og þreif í handlegg hans, >hver eruð þér, herra, og
hvað dirfir yður að koma hingað inn óboðinn?<
Bertelskjöld kippti hægt að sér handleggnum og hvísl-
aði, án þess að gegna spurningunni: >Hver er frú þessi ?<
Oþarfa spurning; hann vissi svarið sjálfur.
Hofmeistarinn misskildi hógværð hins unga hermanns
og gjörðist nú djarftækari; þreif í kápukraga hans, sem
vildi hann þegar varpa honum á dyr og mælti: >Vind-
hani, drabbari, þorið þér að storka hinni náðugu frú í
hennar hæst-eigin stofu? Furtur, flæmingi! á jeg að
sýna yður —<
Það veitti ekki af svip sjálfra greifanna af Königs-
mark til að halda manni í skefjum undir fyrri kafla þessa
ávarps. En síðari kapitulinn gekk fram úr öllu hófi.
Bertelskjöld virti hofmeistarann einskis svars, heldur tók
í bringu hans annari hendi, hóf manninn á lopt og hélt
út frá sér með beinum armlegg, bar hann til dyranna
og kastaði honum heldur óvægilega út í hin dimmu
göng. Varð mannskepnan svo forviða, að hann kom
engu hljóði upp, heldur féll, sem hnausi væri kastað.
Við hark þetta gleymdi hin fríða greifinna öllu sínu
sjónarleikstildri, spratt upp og hringdi eptir þjónustumey
sinni. En áður en þernan kom, var Bertelskjöld kom-
inn inn í herbergisdyrnar. Náttúran hafði aldrei ætlað
sér að gjöra hirðmann úr honum, en hann hafði þrjú ár
verið við káta konungshirð, enda bauð sómatilfinningin
honum að gjöra greifinnunni grein fyrir komu sinni
á óvart.
Hann sagði til nafns síns. ==.
tröppunum, hitt >*r | meisto“=
frú að afsaka, að E--- =
hinn hefði spurt: 1— > - það
Þessi afsökun v-; a mildilega þegin, svo að brosið
fræga, sem lagði hálfan heiminn fyrir fætur henni, lék
þegar um munn greifinnunnar. Þessi einfeldnings afsökun
hins barnunga greifa, og máske eigi miður hans hreysti-
mannlega vaxtarlag, þótt trauðla væri þá fullséð. hókn-