Áróra Königsmark.
07
ávallt léku hringdans kringum rósbeði vara hennar, —
ef taka má frásögu skáldanna trúanlega. En hann tók
heldur ekki eptir, og það var máske heppni hans, ofur-
lítilli, og þó nær ómerkjanlegri veiklun á hvörmum
hennar fyrir neðan sjáaldrið, né hinum, skrítna, háðska
smákipring við bláendann á efri vörinni, sem þykir
tákna, að munnur fríðrar konu sé fallinn til fleiri kossa
en hins himneska kærleikans.
Greifinnan Áróra Königsmark kunni til fullnustu að
koma sjónarleikjum svo fyrir, að áhorfendum sýndist
allt með felldu og af sjálfu sér tilkomið. Hún sat alveg
látlaust við skrifborð sitt, ofurlítið álút, og var að rita
bréf við birtu tveggja alabasturslampa, og lagði þýðan
ilm út frá þeim um herbergið, sem skreytt var og snotrað
á allar lundir til fegurðar. Búningur hennar var einfaldur,
eins og varð að vera við herbúðir Karls tólfta, en um
leið svo valinn og lagaður sem nokkurt kænskuvit gat
fundið upp. Og mikill skaði er það, að hinn margfróði
og nákvæmi Norðberg, sem ritaði sögu Karls tólfta,
hefur ekki álitið það vera ómaksins vert, að verja meiru
en tveimur eða þrem línum af sínum þremur stórbindum,
til frásögunnar um ferð greifinnunnar, og ekki einu ein-
asta orði um búning hennar. Eitt er víst, og það er, að
demantsteinninn yfir gagnauga hennar lýsti ckki skærara
en augu hennar, og að hinn dökkvi flöjelskyrtill, sem
skyldi stinga sem bezt af við hinn fannbjarta háls, var
ekki svartari en hárlokkarnir, þeir, sem greifinnan aldrei
leyfði tíðskunni til fulls að kúga, heldur lék með eptir
sínum geðþótta.
Bertelskjöld gekk nær fácin fet, og nam staðar aptur,
Það var í fyrsta sinni á æfinni, í Í hann fann til hræðslu,
enda var þetta hið fyrsta sinn, að hann samkvæmt sjálfs
sín dómi ekki hafði breytt, sem góðum og vöskum
riddara sómdi. ,
Þótt tvö myrk herbergi lægi í ri, heyrði greifinnan
glögglega traðkið til Kar'una-stígvéla'Bertelskjölds; leit
hún því upp og mælti á þýzku: >Eruð það þér, minn
kæri Törnflygt? Komið inn, hæverski hirðsveinn.<
>Törnflygt lautcnant, mágur Pípers greifa — hennar
hirðsveinn! hún hyggur jeg sé hann !< hugsaði Bertelskjöld,
mannaði sig upp, og gekk svo langt fram, að hann