Áróra Königsmark.
63
Orðtakið* í nótt er >Kóngseyri<. Jeg vildi við værum
þar.<
Að svo mæltu fór hinn káti kapteinn, og raulaði vísu
fyrir munni sér um leið; hefur ef til vill ætlað að heim-
sækja aðra félaga, sem meira hefðu á boðstólum. Gústaf
Bertelskjöld varpaði sér á flatsæng sína til að eyða hinu
langa skammdegiskvöldi með hugsuninni um vini sína
heima í norðrinu. Minntist fyrst móður sinnar, hinnar
göfgu og stórlátu greifinnu; svo Þorsteins bróður síns,
sem alltaf dró sitt andrúmslopt við frönsku hirðina; síðan
sinnar góðu systur Ebbu, sem nú stóð í fyllsta blóma
æskunnar; svo hinnar dökkeygðu Evu, sem ef til vill
hafði nú gleymt sínum farandriddara; síðan salanna í
Stokkhólmi; svo Kóngseyrar, og loks bernskustundanna
í Mæníemi á sínu kæra Finnlandi, sem bæði hann og
Ebba báru æ í fersku minni. Allar þessar myndir flétt-
uðust saman í huga hins unga hermanns, og þar inn-
anum aptur ótal metnaðardraumar og ráðabrugg um
Óunnin stórvirki. Gústaf Bertelskjöld hafði þá gengið
í skóla hjá Karli tólfta, og áleit nú engan hlut um megn
góðri meðvitund, sterkum armlegg og öruggum huga; en
í öllu, sem var þar fyrir utan, og þó einkum í því, sem
snerti aldarinnar léttúð og lausung í ástasökum, var
hann, eins og vinur hans sagði, enn þá með öllu barn.
Og þó, — var það nokkurt undur, að ímynd hinnar
undra-fögru greifinnu skyldi optar en einu sinni bregða
honum fyrir hugskotssjónir í hugleiðingum þessum, nítján
ára unglingi? Forvitni hans var vakin; hann gat ekki
gleymt frúnni fögru í vagninum; hann ímyndaði sér, að
víst hlyti hún að vera fjarskalega töfrandi; voru það
viðbrigði, slík sjón í þessu fábreytta vetrarlífi í herbúð-
unum! Því meir sem Gústaf hugsaði um þetta, því for-
vitnari varð hann að fá að sjá þá konu, sem gjörvöll
Evrópa hafði þá í samfleytt tíu ár verið að dásama sem
furðuverk fegurðar og snilli.
Hann hélzt ekki við í tjaldinu. Klukkan sló átta um
kvöldið; himininn alstirndur gnæfði yfir fannhvítu hjarn-
inu umhverfis herbúðirnar, sem stóðu í röðum eins og
skaflabringur. Vart 300 skref álengdar sást ljós í glugga
Orðtak (Lösen, Parole) er hverjum hermanni gefið dagsdaglega,
sem þeir einir vita; gildir líið að muna það. Þvýa.