Blástakkar.
landskónginn, sem kvað vera svo óvenjulega handsterkur.
En í þessu komu tíðindi frá Narva, að Rússar hefðu
brotizt þar inn í landið og herjað á tvær hendur; hafði
það gjörzt rétt eptir, að friðinum var slitið í Moskóvu.
Mér þykir líklegt að þú sért ckki betur að þér en jeg
í pólítíkinni, og látir aðra ígrunda hverjar ástæður hafi
komið ófriðinum á stað, svo sem t. d. það, að sendi-
menn herra zarsins hafi átt að mæta ósæmilegum við-
tökum í Ríga hjá Dahlberg greifa, fengið slæma gíisti-
staði, og fl. En eitt vil jeg „ó taka fram: þú manst
vízt eptir junkaranum Kaspari Klingenstjerna, sem öllum
var stórskuldugur; það var kært þegar oss var boðað
stríðið, að hann skuldaði Rússum peninga og vildi
ekki borga. Kóngurinn svaraði fáu til, þegar fréttirnar
komu, en við Ankarstjerna aðmírál sagði hann: >Stýr
ekki til Ríga, heldur til Reval.< Vér lögðum síðan frá
landi í. október, og var kóngurinn með lífvörðum sín-
um á skipinu Vestmannalandi; þar veittist mér sú náð
að fá að vera líka. Ferðin var erfið, ógurlegt ofviðri
og stórsjór, svo kóngurinn varð yfirkominn af sjósótt,
og beit hann þó saman tönnunum; var hleypt með hann
á jagtinni Soffíu inn í Pernau, og fleiri skipin héldu þar
inn. En hin þverbeittu fyrst fyrir utan Helsingjafors,
en náðu svo með nauðung Revals höfn. Þar fréttum vér,
að Rússinn sæti um Narva með óvígum her, en að Henning
Horn verði staðinn með miklum drengskap og harðfengi.
Nú fór að líða fram á haustið, en Karl konungur lét sín
ekki heldur lengi bíða. Var nú samandregið allt það lið,
sem til var, til Vesenberg og þangað voru og hersveit-
irnar finnsku frá Ábæ og Helsingjafors yfir fluttar. Kon-
ungur kannaði herinn þann 6. nóv. og taldist hann allur,
riddaralið, fótgöngulið og stórskotalið, alls 13000 manna:
fengum vér þann dag betri kost.
En nú voru eptirskildar 5000 manns af yngra liðinu
til að verja Eystland, og því vorum vér ekki fleiri en
" þúsundir, og kannske svo sem 300 að auki, sem héldum
. móti Moskóvítanum. Voru því margir, sem sögðu við
kónginn: >Verið þér ekki svo vitlaus, — hvort þeir
brúkuðu svo gróft orð, veit jeg ekki, en svo hugsuðu
þeir, — og monsjör Guiskard var einkanlega áleitinn, að
tala kóngi hughvarf. En kóngurinn stóð fast við sinn