Ljónið vaknar til veiða.
framgöngu; en ekki kom til þeirra í þetta sinn meðal
annara blástakka konungs vors.
Vart mundir þú nú, systir mín, þekkja kónginn fyrir
sama mann, síðan þessir leiðangrar byrjuðu. Hans hátign
hefur öldungis lagt niður síða parukið, og strýkur hárið
upp, og gjörir það hann miklu skjótari til að sjá og
taka eptir; hann ber svartan hálsklút, sem þér mundi
víst finnast lítið til, og engin spil eða dufi leyfir hann
í hernum. Danska kvennþjóðin hefur verið mjög forvitin
að fá að sjá kónginn, svo að þegar einhverjir aðalsmenn
hafa komið út í herbúðirnar, hafa þeir haft frúr sínar
og dætur með sér, ci hans hátign hefur verið lítið
um það.
Hér í herbúðunum var líka rússneskur herra, útsendur
af Pétri zar með miklum vináttumálum og fyrirheitum,
að aldrei skyldi annað eiga sér stað en sátt og samþykki
í eystri löndunum; varð kóngurinn því mjög fegin
Þótti honum það illa gjört af monsjör Guiskarð, að ta,
svo opt um og telja eptir þær 300 fallbyssur úr járni,
sem kóngurinn sendi nýlega zarinum að gjöf til brúkunar
móti Tyrkjanum, — allt eins og ef fallbyssum þessum
skyldi snúa á móti kóngi sjálfum. En á Skáni sá hant
hvernig vindurinn hafði snúið sér.
Ííka verður systir mín að vita, að þegar vér komun
heim í Svíaríki aptur, kannaði kóngurinn í Kristíánsstað
lífverðina sína. Þeir eru ekki talsins utan 150 menn,
en hver einasti þeirra er hetjumaki. Kóngurinn sjálfur
er kapteinn þeirra eða höfuðsmaður, og hver lautenant
er ekki óæðri að tign en ofursti, og liðsmennirnir sjálfir
eru jafnir sveitarforingja eða höfuðsmanni, því þeir hafa
til þess bæði snarræði og vaskleik, að enginn röskvari
maður en þeir leggur hönd á meðalkafla. Bið fyrir mér,
mín hjartans kæra systir, að mér líka einhverntíma auðn-
ist að gjöra mig verðan slíkrar sæmdar, því þá væri jeg
ánægður þótt jeg ætti líf mitt að láta á unga aldri fyrir
konung minn og föðurland. En til þessa má jeg ekki
hugsa, enda þótt jeg ætti mér svo að hegða, sem ætti
slíkt að auðnast; má vel vera að jungfrú Eva yrði alveg
búin mér að gleyma áður þvílíkt skeði.
Svo héldum vér um haustið til Karlshafnar, því þaðan
skyldum vér sigla til Líflands til að fara í krók við Sax-