Full text: (fyrsta frásaga)

Ljónið vaknar til veiða. 
1 
sem leyndust í skógarbrúninni og skyldu brytja oss niður, 
höfðu ekki óðara sýnt sig, en kúlunum frá flotafallbyss- 
unum rigndi yfir þá cins og baunum; þyrluðu þær upp 
möl og grjóti, sem í þrumuveðri, svo hestarnir fældust 
og urðu óhemjandi. Ekki gekk fótliðinu danska hóti 
betur; það voru 300 kotkarlar, sem lofað hafði verið 
lausn úr þrældómi þeirra, ef þeir vildu verja landið. 
Jótinn var því eltur til skógar, áður en myrkt varð af 
nótt; og þegar Karl konungur sá, að hann hafði unnið 
þennan fræga sigur, féll hann óðara á kné og þakkaði Guði 
Sama kvöldið var tjöldum slegið þar á ströndinni. 
Vér riddararnir vorum ekki nema áhorfendur alls þessa 
leiks; en hver áhugi oss brann í brjósti, mátt þú bezt 
ímynda þér sjálf. Vér gátum ekki framar þann dag 
komizt í land, áður en dimmdi, en daginn eptir var hið 
mesta norðaustan ofviðri, svo bátur, sem settur var á 
flot, kaffærðist óðara, og týndust þar nokkrir menn. Var 
þá og íllt fyrir hestana sakir öldugangs, svo hálfur tugur 
þeirra fótbrotnaði af vorri einu deild. En á þriðjudaginn 
var logn, og þá sluppum vér í land. Í herbúðunum 
heyrðum vér óðara það hjalað, að í Kaupmannahöfn væri 
allt í ótta og uppnámi, því kóngurinn þeirra var yfir á 
Holsetalandi, og Schack, sá sem ráðin hafði í borginni, 
varð svo vinglaður af komu vorri, að hann vissi ekki, 
hvort hann stóð á höfði eða á fótunum. En stúdent- 
arnir og eitthvað af borgurunum höfðu hlaupið upp á 
borgarveggina til að veita oss hraustlegt viðnám og 
verja borg og land; því ekki var annað fyrir að sjá, 
en að Karl konungur tæki borgina með herskildi, og yrði 
fljótari til bragðs en afi hans sæll varð forðum daga. 
Systir mín getur ímyndað sér, að fyrir það að horfa 
á einhvern sigur, á enginn skilið að komast í minnis- 
bókina. Jeg þarf því að geta þess, að jeg var sendur 
á stað með riddarasveit til að hreinsa landið fyrir þeim 
riddaraflokkum, sem falið höfðu sig í skógunum. Komumst 
vér þá í nokkra raun og áttum við þá vopnaskipti, bárum 
þó hærri hlut og snerum aptur með 40 fanga. Og víst 
er það, að oss varð erfiðara að verja Sjáland, en taka 
það; því nokkrir vorir menn, og enn fleiri hollenzkir 
og enskir 'skipamenn, sem fóru í land af flotanum, sóttu 
til stórbúanna, að ræna þau. Urðum vér að afstýra því 
— Zakarías Tindur: Blástakkar
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.