Full text: (fyrsta frásaga)

Blástakkar. 
Og ríki það, er áður vannst" að arfi 
er aukið helming, Svíajöfur djarfi! 
þitt veldi nær svo vítt sem bjarkaher 
og vegsemd þín með himinskautum fer.e 
Konungur tók lofkveðling þessum með mestu mildi og 
hló að; sagði síðan, að eigi vildi hann taka tignarmerkið 
frá svo ríkum og röskum jarli, sem björninn væri. Að 
svo mæltu tók hann sveginn af höfði sér og lagði hann 
aptur á björninn. Sér hann þá fyrst, að hann var bund- 
inn, og mælti: >llla samir það þeim, er sigur hefur 
unnið, að krýna með blómsveig bundinn óvin, svo sem 
til að skaprauna honum og storka. Far þú vel, og gakk 
frjálslega hvert þú vilt, og njút svó vasklegrar framgöngu. < 
Og áður en nokkur mætti aðvara konung, hatði hann 
brugðið veiðisaxi sínu og skorið böndin af birninum. 
Varð þá ys mikill í stofunni og leituðu ungir og gamlir 
dyranna í dauðans ofboði. Konungur einn nam staðar og 
fáeinir menn hans, sem ekki vildu heita hugminni en hann; 
vildi konungur sjá, hvað bangsi tæki til bragðs, er hann 
var laus, og stóð með höndina á meðalkafla sverðs síns. 
Hinn loðni jöfur skógarins fór sér hægt, eins og ekkert 
ræki eptir frelsinu; hann lypti höfðinu fnýsandi, teygði úr 
sér, því hann var stirður af böndunum, og virtist vera að 
átta sig. Því næst steig hann hægt og hægt fram af sleð- 
anum, leit dapurlega á ljósin umhverfis, gengur enn eitt 
eða tvö skref, reikar á löppunum, stynur þungan, og 
hnígur grafkyr niður fyrir fætur konungi. Var þá betur 
hugað að; — dýrið liggur þar dautt, en sveig þann, sem 
konungur hafði gefið honum aptur, hafði hann felt niður 
á fót sigurvegara síns. 
Konungur snart við dýrinu við fæti sínum; þar lá það 
steindautt. Var þessi atburður vel skiljanlegur þeim, sem 
að veiðinni unnu. En þessi óvæntu leikslok þóttu þó ganga 
jarteikni næst, og hlutu að vekja undrun í ungs manns sál. 
Karl varð fár við og mælti ekki orð. 
En hertoginn mælti kátur til konungsins: >Það sver 
jeg sem sannur veiðimaður, herra, að þessi loðni durg- 
urinn hefur þá hollustu vottað hátign yðri, sem hinir 
kurteisustu hirðmenn eigi kunna. Heyrið þér, kappar og 
kvennskörungar, sem voruð svo fljót til að verja dyrnar 
utanverðar: gangið inn, hér er enginn háski á ferðum;
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.