Ljónið vaknar.
1Q
Æskulýðnum var leyft að dansa í stærstu herbergjum
garðsins; glumdu þar við lúðrar veiðimannasveitarinnar.
Gekk og konungur þangað sjálfur með fylgd sinni til að
sjá dansinn og þiggja fagnaðaróskir fólksins. Hafði hann
til bjarnveiðaveizlunnar bætt og skreytt veiðisveinabún-
ing sinn eptir þeirra tíma tíðsku. Hann bar þá enn hina
síðu, frönsku hárkollu, eins og sézt á myndum hans frá
æsku, og framan af stjórnartíma hans; og enn þá bar
hann hálsdúkinn með hvassyddu löfunum; kraginn hinn
dýri var horfinn, en ekki handstúkurnar, sem hann síðar-
meir var vanur að rífa af úlnliðum hirðmanna sinna, enda
voru þær heldur hrörlegar hlífar fyrir hið járnharða handa-
lögmál á herferðum hans. Hertoginn var lítt sár á fæti,
en lék á alls oddi, eins og konungurinn, og benti bros-
andi á bændadætur þær, er vænlegastar þóttu. Líklega
fór það fram að hans ráði, að lárviðarsveigur var bund-
inn um höfuð sterkasta birninum, og honum síðan ekið
bundnum á sleða, þá er minnst varði, beint inn á mitt
gólf í greipar dansfólkinu.
Fæstir vöruðu sig á þessu, og varð flestum bilt; hljóð-
færin þögnuðu við, og fólkið hopaði að veggjunum, því
bangsi stóð þar lifandi, þó bundinn væri. Stóð þar eng-
inn nærri, nema konungur einn; hann stóð kyrr og starði
á björninn, sem byggist hann við ávarpi hans. Þá gekk
fram bóndadóttir ein, er Valborg hét, og þótti þar fríð-
ust kvenna í salnum; hún var kynjuð af Vestmannalandi,
blómleg vel og þrekvaxin; augun bæði blíðleg og all-
ynnileg; hefði hún verið kjörin drós til að nema hæ-
versku við hirð Ágústs hins sterka. Hún hafði klæðzt
búningi veiðigyðjunnar, eptir sem föng voru til, skreytt
grenikvistum, örvum og boga. Átti hún nú að tala
máli bjarnarins. Hún gekk beint framan að birninum,
óskelfd af urri hans, kippti kransinum af höfði hon-
um, og festi hann um höfuð konungi, og mælti um
leið fram erindi þessi, sem einhver hafði þá ort, þá
nafn hans sé gleymt.
2Svo vítt sem bjarkir skarpir vindar skaka.
þú, skógardrottinn, aldrei sást þinn maka;
en eptir þetta ertu tómur jarl,
þinn yfirmaður heitir tólfti-Karl.