Full text: (fyrsta frásaga)

Blástakkar. 
sér varla fyrir kæti, enda má óvíst þykja, hvort honum 
síðarmeir fannst meir um sína frægustu sigra, en þennan. 
Leið nú á daginn og seig sólin að baki grenitoppanna. 
Hennar síðustu geislar léku milt og glatt um konungs- 
ins ungu, háu hvarma; var sem barnæskan væri þá að 
senda sína síðustu gleðigeisla hinum mikla konungi. Í 
sannleik gekk sólin og þann dag til viðar yfir friði 
bernsku hans, æsku og allra æfistunda. 
A Kóngseyri varð heldur en ekki allt á lopti. Kon- 
ungsmenn reistu í snatri skíðgarð mikinn úr hvassyddum 
grenistöfum; voru þar innleiddir hinir lifandi birnirnir, 
— líkt og há er hinir rómversku höfðingjar leiddu til 
torgs sigraða konunga —; urruðu þeir drjúgum í bönd- 
unum, svo niðurinn heyrðist gegnum hljóðfærasláttinn. 
En hinir drepnu birnir voru fengnir hinum duglegustu 
matgjörðarmönnum til að matbúast fyrir gestina. 
Öll byggð þar umhverfis varð auð af mönnum, því 
ungir og gamlir streymdu heim að garðinum til að sjá 
hina mestu sigurminning, sem Karl tólfti hafði enn þá 
haldið. Var þar brennivín fyrst á boðstólum, og þó hóf- 
lega veitt, en öl fekk hver sem vildi. Tóbak frá Hol- 
landi var og þá að komast í tíðsku; tuggðu sumir, en 
aðrir reyktu stuttpípur. Öldungar settust á tal um tíma 
Karls ellefta, og lofuðu hans góðu og friðsömu stjórn, 
enda voru nú gróin hörðustu sárin eptir ríkissparnaðinn 
mikla og hallærisárin. En ýmsir þóttust hafa heyrt, að 
ófriðarfylgjur væri komnar allnærri. Halastjarna hafði ný- 
lega sézt, og uppi í Dölunum hafði rignt blóði. Gamla 
konu þar í byggðinni hafði dreymt, að yfir allt landið í 
Svíþjóð lægi ein gullbreiða og rósum stráð þar ofan á. 
Þennan draum hafði hún þýtt á öfugan hátt, eins og 
draumspakt fólk er vant að gjöra, sagt, að það boðaði 
hallæri mikið og harma. En léttlyndara fólk var sam- 
mála um hitt, að slíka drauma bæri að skilja eptir bók- 
stafnum. Öll þjóðin hafði sigurvinningum vanizt, og að 
dáðst að hetjuskap og hreysti, enda sá alþýðan betur 
en reyndir ráðgjafar, hvað í hinum unga konungi henn- 
ar bjó, að hann var stærhetja borinn. Aðgætinn og get- 
spakur maður mátti sjá þess merki, að mikill sigurboði 
hafði snert huga þjóðarinnar, þegar kvöldið áður en á- 
friðardagurinn upp rann.
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.