Blástakkar.
unglingur. Þó segir sagan, að sýnt hafi hann Söru nokkurri,
konu eins herbergisþjóns, einhver hýruhót*. Que voulez-
zous — einvaldsherrann nýkominn frá fósturknjánum!<
Í þessu byrjaði balletleikurinn og þau hættu talinu.
Þegar leikurinn var úti, var gengið til borðs. Voru, eptir
Tessins sögu, -fjórtán réttir frambornir, fjórir diskar og
pýramídur og seytján karfir sætra aldina<. Eptir borð-
haldið bjuggust gestirnir til heimferðar til borgarinnar,
og var sú för með nýstárlegu lagi. Allir menn, sem það
áræddu, karlar og konur settust í sleða tveir og tveir,
og var hver sleði bundinn aptan í annan, svo sextán sleðar
voru í lest. Fyrir fremsta sleðanum, sem þeir konungur
og Horn sátu í, gengu sextán hestar, hver á eptir öðrum
í röð eða lest, en hvergi tveir og tveir samsíða; stýrði
því fremsti hesturinn allri ferðinni. Var svo haldið á stað,
fyrst hægt og varlega vegna króka, en óðara en út á ísinn
kom, fór allt í loptinu, svo að fönnin rauk um eyru manna.
Var eigi heiglum hent að fylgja Karli konungi, því að eigi
voru þar griðin gefin. Hvelfdi einhverjum sleðanum, þurfti
snarræði til að snúa honum við, ella drógst allt flatt í fönn-
inni, og gaf því enginn gaum. Urðu og ýmsar skráveifur í
ferðinni, svo sumir báru lengi örin eptir ; en konungur var
aldrei kátari, en þegar allt gekk í loptinu, svo menn og
hestar ultu um hrygg og við lá, að hver yrði öðrum að bana.
Þegar sendiherrann var heim kominn í herbergi sitt í
borginni, settist hann við hina sömu nótt, að rita stjórn
sinni áframhald lýsingar sinnar á hinum sænska konungi.
Var hún með fylgjandi hætti: >Sterkur er hann og harð-
gjör og ærið bráðþroska, gáfur hans og kunnátta er í lélegu
lagi; hann er fyrirhyggjulaus og mjög bernskur, sólginn í
leiki. Þrályndi hans er með ódæmum, og fylgir því sú
fífldirfska, sem sjálfsagt vinnur honum að fullu fyrir örlög
fram, enda er hann cigi svo frábitinn slarki og ósiðsemi,
eins og orð er á. Skal því yðar háa stjórn alls óhrædd
vera fyrir pólitiskum afleiðingum þess, að ómarkað vald
er hér í höndum galins unglings. Hann ræðst aldrei í
stórræði, enda færi hann óðara flatur. Bíðum því hægir:
ir þessum unga erni verður einhverntíma gæs.<
Aliklir snámenn eru mennirnir!t
Þetta var lygasaga.