Ljónið sefur.
greniviðir, og, blessaður vertu, ætlaðu ekki að hirðfrúnnar
séu einiberjalyng! Eða ertu viss um, litli Gústi, að þú sért
boðinn? Fyrir alla muni, taktu við vængjunum mínum, og
komdu þér á brott, eða hafðu að minnsta kosti klæðaskipti;
þú getur þó t. d. látist vera hundurinn Kerberus.<
Dökkhærða ungmennið, sem skapið var ólíku fljótara
til hjá, en málbeinið, mundi hafa gefið reiðisvar, hefði
eigi í sama bili kornung stúlka komið til, vart fimmtán
ára, klædd eins og skógdís; hún tók fast í handlegg hans
og hvíslaði að honum: >Skiptu þér ekki af honum, Gústi,
hann er svo leikinn í að fægja orðin móti glettninni í hirð-
stúlkunum. Komdu, jeg á líka heima úti á skógunum;
jeg skal útvega þér húfu með grænum háskúf, og svo
skulu þjónarnir strjúka kuflinn þinn. Þú ert nú samt lag-
legastur af þeim öllum,< bætti hún við hreykin, en góð-
vildin skein út úr hinum blíðu augum, svo óðara hýrnaði
yfir Gústaf og lofaði hann henni fúslega að leiða sig inn
í herbergi til hliðar við salinn.
Þorsteinn hló og snéri sér á hæli til bess að finna sér
annan til að erta dálítið.
>Getið þér, mín náðuga frú, sagt mér, hver séu þessi
þarna, þrjú, ungu ?< spurðinýkominn, útlendur diplómat eða
sendiherra eina af hirðfrúm drottningar. >Eitt þeirra
sýnist vera höfuðið, annað höndin, og hið þriðja hjartað.
en allt af einum ættstofni ?<
>Rétt til getið, góði greifi,- svaraði frúin. >Þar sjáið
þér þrjú systkyni af ættinni Bertelskjöld; — ef til vill
þekktuð þér greifann sáluga, hinn hæverskasta hirðmann,
en gjaldþrota orðinn við ríkissparnaðinn mikla. Fölleiti
sveinninn, Þorsteinn greifi, ætlar að vera diplómat og
hefur nú hlotið stöðu við legatíónina (sendiherrasveitina'
í París. En yngri greifinn, er Gústaf Aðólf, og er korn-
etti (merkismaður) við lífdragóna-varðliðið og vikasveinn
konungs og honum allkær. En ljóshærða, snotra mærin
er Ebba Cicilia Bertelskjöld, sem illkvitni allrar hirðar-
innar getur eigi fundið neitt til saka, og er hún þó ný-
komin í tignarþjónustu prinsessunnar Úlriku, fyrir full-
tingi greifinnunnar Sparre, frændkonu sinnar. Þar hafið
þér, mon cher micomte (kæri greifi) heila heimilissögu. En
hvað sé jeg! Hans hátign hefur þóknazt að taka gerfi
herguðsins. Ef mér væri leyfilegt að gjöra allra þegn-