Full text: (fyrsta frásaga)

Blástakkar. 
bjarnarins, sem fyrir skömmu streymdi af spjóti hans. 
Slíku voru menn þó vanir, enda finnst hinum tilinningar- 
næma jafnmikið um vaskleik veiðimannsins, sem her- 
mannsins. En annað enn bar til, sem vakti hlátur í huga 
hirðfólksins — lítið atvik, sem hæðnin eigi getur um- 
borið sjálfum konunginum, — og það var, að hann hafði 
komið í ruddalegum veiðistígvélum og með snjóugar fæt- 
ur. Afleiðingin varð sú, að hvert einasta spor, sem hinn 
konunglegi æskumaður steig á þessu gljáanda gólfi, ætl- 
uðu eintómum silkiskóm, eptirskildi dökkan blett eptir 
rosa-stígvélin, og á þau konunglegu spor var unga fólkið 
að benda, um leið og ein ungfrúin bað vinkonu sína að 
líta á >vetrarbrautina hans Karls tólfta=. 
Þá vissu eigi hin léttu og glöðu fiðrildi hirðarinnar, að 
Karl konungur átti eptir að leifa eptir sig mörg spor í 
heiminum, þar sem leið hans lá, eigi hvít af snjó, heldur 
rauð af blóði, alla leið frá Stokkhólms sölum og suður 
endilanga Evrópu að strönd hafsins svarta. 
Meðal þeirra, sem eigi sparaði háðyrðin um þessi mein- 
lausu konungsfótspor, var ungur maður, hár og grannlegur, 
fölur í andliti og eigi hraustlegur, bjarthár og allfríður, 
skarplegur á svip, en nokkuð háðskur í augum. Á vörum 
hans léku hæðnisorð um =bjarnarhramma=<, en í sama bili 
þrýsti hraustleg hönd á öxl honum, um leið og hvíslað var 
í eyra hans með skjálfandi röddu: >Gjörðú ekki gys að 
birninum, Þorsteinn, því vera má að þú hittir ljónsklóna 
undir hrammi hans.< Sá, sem ávarpaður var, snerist við 
og sá frammi fyrir sér rammlega vaxið ungmenni, vart 
sextán ára, en svo bringubreiðann og þrýstinn um herð- 
ar, að honum virtist hann eigi árennilegur, þótt ungur 
væri. Unglingur þessi var sami maður og riddarinn, sem 
fylgt hafði konungi til Drottningarhólms ; bar hann og 
líkan veiðisveinabúning sem þann, er hirðinni þótti klæða 
svo skoplega herra hans. 
Hinn fölleiti var í gerfi sendiguðsins Merkúríuss; leit 
nú stórum augum á hinn, sva sem táknandi föðurlega 
umhyggju, en töluvert skens bjó þó undir. — > Mais gu'- 
ates-vous donc, Gústi?< mælti hann á frönsku. >Já, hvað 
er að sjá þig; er það búningur! Líttu í kringum þig, 
mon ami (vinur sæll), þú ert ekki nú á mörkum úti. Gæt, 
hvar þú stendur: þetta samkvæmi er hvorki furutré ná
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.