Full text: (fyrsta frásaga)

Ljónið sefur. 
urðargýðjanna og tábrodda konungsdætra. En konungur 
skrefaði upp þessar tröppur á stígvélum með glymjandi 
spora, og stikaði svo þungt, að ætla mætti að hesti 
væri riðið. 
Í efri forsalnum tók ekkjudrottningin ímóti honum, 
klædd eins og Ceres (kornskerugyðjan); að minnsta 
kosti bar hún nægtahornið og vöndulinn úr silfruðum 
kornstöngum. Þegar þau höfðu heilsazt og skiptzt við 
nokkrum hæverskuorðum, færri þó af hans hálfu, fylgdi 
drottning honum inn í einn af sölum þeim hinum miklu, 
þar sem menn enn í dag undrast listaverkin á veggjunum, 
en það eru bardagar þeirra Karls Gústafs og Karls ell- 
efta málaðir af meistaranum Ehrenstral. 
Karl tólfti hafði erft eigi lítið af feimni föður síns við 
konur, og var, ef til vill, enn tilfinningarminni fyrir á- 
hrifum kvennlegrar fegurðar og töfra. Hann var nú seytján 
ára, og hafði verið konungur í þrjú ár, og má nærri geta, 
hve hættulegt skotmark hann hefði orðið fyrir alls konar 
veiðibrellum hinna viðsjálari kvenna, og fyrir aðdáun sak- 
leysisins eigi síður, hefðu eigi allar slíkar örfar frá upp- 
hafi mætt óvinnandi hlífum í kaldlyndi hans. Þegar hann 
kom inn í salinn, þar sem suðaði og iðaði urmull af fólki 
í skínanda skrúði, datt þar allt í dúnalogn — eins og 
vetrarbylur skylli yfir alla þá vorsins dýrð af æsku og 
unaði, sem lék sér þar í vaxkerta ljómanum. Konungur 
gekk beint og heldur feimnislega, að sumum sýndist, með 
smám og stuttum hnegingum, gegnum hina björtu þyrp- 
ing, þar til hann loksins hitti í hinum enda salsins nokkra 
lífvarðarfyrirliða; gaf hann sig og óðara á tal við þá, og 
bóttist hólþinn, að vera sloppinn frá öllum þeim forvitnis- 
augum, sem ásóttu hann. En óðara en konungur var horf- 
inn í þrönginni, komst æskan og léttúðin aptur í samt lag 
á bak við hann. Hæðnisglott og einstaka kýmnisyrði um 
leið, lék á vörum hinna ungu kvenna og kavaléra. Menn 
horfðu á hið gljáfægða salsgólf, og litu svo hverir upp á 
aðra, og reyndu að byrgja hláturinn niðri í sér, sem þó 
við það espaðist. Orsökin var auðsæ. Í hugsunarleysi 
hafði konungur komið rakleitt eins og hann stóð inn í 
danssalinn, búinn að ríða í loptinu heim frá veiðum sín- 
um hálfa þingmannaleið. Merkin sýndu verkin á klæðnaði 
hans: bað var ekki frítt fyrir að slettur sæist ekki af blóði
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.