Ljónið sefur.
£8
kylju, og var 2" sjá, sem hann væri að verja andlit sitt,
að eigi skini . það ljósið frá blysum þeim og tjöru-
tunnum, sem brunnu þar í garðinum.
Að stundu liðinni kom hinn aptur og mælti í lágum
hljóðum: >Hörður er sjúkur og getur eigi fylgt oss,
hversu feginn sem vildi. Augu hans tindruðu þegar
jeg sagði honum frá æfintýri yðar hátignar, og honum
féllu þessi orð: >Aldrei hefði birnan komizt úr netinu,
hefði jeg verið með. — >Hefði hann verið með ?< át
hinn eptir stygglega. >Sagði hann það, sá gamli nauts-
haus? Nú, jæja, það er nógur heiður handa honum, að
jeg kem hingað út í Drottningarhólm, helzt þess erindis,
að sækja hann. Við snúum aptur inn í staðinn, sleðarnir
fylgja okkur, og á morgun freistum við lukkunnar.<
> Það er varla ómaksins vert, að glettast við birnuna,
þegar Hörð vantar,< sagði fylgdarmaðurinn. >Yðar há-
tign hefur í dag lagt þann loðstakk að velli, að enginn
loðnari hefur áður bitið spjót af skapti. Og um það vil
jeg veðja, að veiðibækur konungsins sáluga hafa enga
slíka veiðiför að sýna.<e
> Vér freistum á morgun,< svaraði hinn stuttlega. Kon-
ungurinn, því það var hann, sneri hestinum og vildi burt.
en í sama bili kemur út stallmeistari ekkjudrottningar,
Hoghusen, og þjónustumenn með blys; skyldi hann heilsa
konungi frá drottningu og segja, að hún bæði hann að
heiðra skemtíkvöld það með hluttöku sinni. Konungi
varð fyrst illt við, að menn skyldu hafa þekkt sig, álíka
og smásveini, sem hittist í nágrannans eplagarði; hann
hringsneri hesti sínum, hleypti hart upp að hallartröpp-
unni, og með vilja í flasið á uppdubbuðum hirðsveini,
sem sprangaði þar með fágaða skó og fagra silkisokka
yfir þveran garðinn, og bar fullt fat með sykruð aldini
og aðrar krásir handa hirðfrúnum. Gamanið var dálítið
grátt, því pilttctrið féll flatur og hlaut nefdreyra að
auki, en allt sem á fati hans var, fór niður í snjóinn.
Konungur hló hátt, varpaði gullpeningi til piltsins og
hvarf síðan inn til ömmu sinnar í skárra skapi en hann
líklega hefði verið, hefði tilfelli þetta ekki að borið.
Innri trappa hallar þessarar er, eins og menn vita,
meistaraverk Nikodemuss Tessins — svo létt og liðlega
smíðuð, svo sem gjörð væri eingöngu fyrir fætur feg-