Blástakkar Karls konungs.
af manneskjunni, í stað þess að láta gynna sig og gefa
greifanum þetta töfraþing. Sannið þið orð mín: það er
mín spá að hann Þorsteinn muni henni litlu launa gjöfina. <
>En< — grípur Anna Soffía fjörlega fram í — >að þeim
skuli allir hlutir heppnast, amma. Fari auður og álit ætt-
arinnar þannig sí og æ í vöxt, frá föður til sonar, verður
sjötti niðjinn konungur. Nú er baugurinn í þriðja eða
fjórða lið hjá Þorsteini Bertelskjöld. Það er meinlegt, að
geta ekki eins flett við blaði í bók örlaganna, eins og í
öðrum bókum, til þess að geta séð leikslokin fyrirfram. <
>Barnið mitt — svaraði gamla amma alvörugefin, —
*svo sýnist mér, sem hringur þessi minni oss öll á og
innræti merkilega orðin: Hvað gagnar það manninum,
þótt hann vinni allan heiminn, ef hann líður tjón á sálu
sinni? Hverrar gleði naut Bertelskjöld hinn elzti, og
hvað græddi hann Jansson á allri þeirra hamingju? Tvær
manneskjur, sem ætlaðar voru öðru betra, er hringurinn
þegar búinn að skemma; hinni þriðju hefur hann snúið
frá guði við æfinnar endalok. Vertu viss um, hann spillir
fleirum. Að öðru leyti lízt mér ekki á þennan unga Þor-
stein, og bróðir hans Gústaf Aðólf þekki jeg og lítið enn
þá. Þegar jeg undan tek Grétu, eru þeir allir, sem mér
hefur þótt vænt um í fyrri sögunum, nú fallnir frá. Við
þurfum að fara að fá nýja menn, úr því við höfum byrj-
að nýja öld og tíma.e '
Um leið og amma gamla mælti þetta, leit hún til her-
læknisins, sem enn þá horfði hljóður og hugsandi á log-
ann í glóðinni á gamla, opna eldstæðinu. Og í því er
eldbjarmann lagði upp á hinn hávaxna raum og hans sól-
brennda, karlmannlega yfirlit og andlitsdrætti, þótti öll-
um sem óvenjulegt biturlyndi herti allar hans cennis-
hrukkur. Optlega áður hafði hann eins og vaxið sjálfur
með söguefninu, svo þessi fátæklegi og viðhafnarlausi
maður varð eins og að stórmenni á svipinn. En nú þyngdi
svo yfir honum, að börnunum þótti nóg um. Og þá varð
honum að orði, eins og við sjálfan sig: =Ný öld, ný öld !<
„- En óðara tók karl sig aptur, og sneri sér glaðlega að
Önnu Soffíu og sagði: >Leggðu við á eldinn, góðin mín,
jeg vil heldur horfa í logann en öskuna. Seztu svo niður.
svo jeg sjái þig betur, barnið mitt. Það léttir mér sög-
una að sjá jafnan framan í þitt góða og vlaðlega andlit. <