Full text: (fyrsta frásaga)

Blástakkar Karls konungs. 
af manneskjunni, í stað þess að láta gynna sig og gefa 
greifanum þetta töfraþing. Sannið þið orð mín: það er 
mín spá að hann Þorsteinn muni henni litlu launa gjöfina. < 
>En< — grípur Anna Soffía fjörlega fram í — >að þeim 
skuli allir hlutir heppnast, amma. Fari auður og álit ætt- 
arinnar þannig sí og æ í vöxt, frá föður til sonar, verður 
sjötti niðjinn konungur. Nú er baugurinn í þriðja eða 
fjórða lið hjá Þorsteini Bertelskjöld. Það er meinlegt, að 
geta ekki eins flett við blaði í bók örlaganna, eins og í 
öðrum bókum, til þess að geta séð leikslokin fyrirfram. < 
>Barnið mitt — svaraði gamla amma alvörugefin, — 
*svo sýnist mér, sem hringur þessi minni oss öll á og 
innræti merkilega orðin: Hvað gagnar það manninum, 
þótt hann vinni allan heiminn, ef hann líður tjón á sálu 
sinni? Hverrar gleði naut Bertelskjöld hinn elzti, og 
hvað græddi hann Jansson á allri þeirra hamingju? Tvær 
manneskjur, sem ætlaðar voru öðru betra, er hringurinn 
þegar búinn að skemma; hinni þriðju hefur hann snúið 
frá guði við æfinnar endalok. Vertu viss um, hann spillir 
fleirum. Að öðru leyti lízt mér ekki á þennan unga Þor- 
stein, og bróðir hans Gústaf Aðólf þekki jeg og lítið enn 
þá. Þegar jeg undan tek Grétu, eru þeir allir, sem mér 
hefur þótt vænt um í fyrri sögunum, nú fallnir frá. Við 
þurfum að fara að fá nýja menn, úr því við höfum byrj- 
að nýja öld og tíma.e ' 
Um leið og amma gamla mælti þetta, leit hún til her- 
læknisins, sem enn þá horfði hljóður og hugsandi á log- 
ann í glóðinni á gamla, opna eldstæðinu. Og í því er 
eldbjarmann lagði upp á hinn hávaxna raum og hans sól- 
brennda, karlmannlega yfirlit og andlitsdrætti, þótti öll- 
um sem óvenjulegt biturlyndi herti allar hans cennis- 
hrukkur. Optlega áður hafði hann eins og vaxið sjálfur 
með söguefninu, svo þessi fátæklegi og viðhafnarlausi 
maður varð eins og að stórmenni á svipinn. En nú þyngdi 
svo yfir honum, að börnunum þótti nóg um. Og þá varð 
honum að orði, eins og við sjálfan sig: =Ný öld, ný öld !< 
„- En óðara tók karl sig aptur, og sneri sér glaðlega að 
Önnu Soffíu og sagði: >Leggðu við á eldinn, góðin mín, 
jeg vil heldur horfa í logann en öskuna. Seztu svo niður. 
svo jeg sjái þig betur, barnið mitt. Það léttir mér sög- 
una að sjá jafnan framan í þitt góða og vlaðlega andlit. <
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.