Full text: (fyrsta frásaga)

Sólin gengur undir við Púltava. Ei 
til; varð því fylkingin að æða berskjölduð í móti eldi 
óvinanna. Allt fyrir ha“ brugðu blástakkar djarflega 
sverðunum og tóku þrjú vígi í fyrsta hlaupi. Gjörði 
þó kappinn Mensikoff sína fulla skyldu, og voru drepnir 
þrír hestar undir honum, en svo var hin fyrsta hríð 
Svíanna hörð, að ekki hélt við. 
Í annan stað hleyptu þeir Hamilton, Kruse, Slippen- 
bach og Creutz fram með riddarasveitir Svía, þar sem 
riddaralið zarsins var í móti. Viku Rússar þar einnig 
í fyrstu atlögu og hafði nær að flótti brysti og herinn 
steyptist í flótið eða fen þau er þar voru nærri. Var 
sem sigurgyðjan vildi enn af vana brosa við vopnunum 
sænsku, og nornirnar í Púltava ýgla sig í móti hinum 
rússneska harðstjóra. 
Þá hófu hinir sænsku herstiórar hað öfundartafi, er 
síðar olli óförunum 1714, 1. >, 1782, 1809 og nú hinu 
ódæma tjóni 1709. Rétt í því er þeir voru að vinna 
sigur, rétt cptir fyrsta sprettinn, sveik allt og sundrað- 
ist sakir samtakaleysis í herskipaninni í orustu þessari, 
og sakir skorts á leiðandi auga, til að horfa yfir víg- 
stöðurnar og skera úr í hverju tilfelli. Frásögunum ber 
nú lítt saman; en það er flestra manna mál, að á baki 
Rehnskjölds hvíli öll þessi hin geysilega sök, enda benda 
og allar líkur til, að hinn sterki andi Karls konungs hafi 
þann dag lamaður verið og eigi leikið sem leiptur og eld- 
ing í broddi blástakka hans. En að sama skapi festist og 
styrktist vörn og viðnám hins rússneska hers fyrir táp 
og krapt hins nýja einvalda; réttu þeir óðara við eptir 
öll misferli, neyttu fjöldans, voru samtaka og samhuga, 
sem ávalt er sigurvænast, og að lokum kom þar, að 
vörn þeirra snerist í sókn og hinn byrjaði ósigur í full- 
an og frægan sigur. 
Lewenhaupt átti sem me“t =“ vinna og hugðist að 
framfylgja sigri sínum; en h“ fær hann boð, að nema 
sem fljótast staðar — rétt í því, er fylkingar Rússa tóku 
til að flýja og leita út á fljótið. Nú kom hik á herinn, 
og varð það margra bani og skaði. Roos með sitt lið 
var gjörður viðskila við meginherinn, og stefndi á hæli 
til Púltava; varð hann þar upp að gefast eptir stutta 
vörn. Ymsar fyrirskipanir voru og misskildar. Aldrei 
hafði slíkt orðið, þar sem Karl sjálfur stýrði herliði. Því
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.