Full text: (fyrsta frásaga)

Formáli 
En með Karli tólfta lauk karllegg Gústafs Vasa, og kom 
þá sveipur í sögu Svía. Karl var maður svo einhæfur, 
að margir hafa efað, hvort hann verið hafi með öllum 
mjalla. En svo var hann mikill herkonungur og sigursæll, 
að enginn konungur á Norðurlöndum, hvorki að fornu 
eða nýju, varp meiri vígljóma á land sitt og þjóð, en 
hann gjörði öll sigurár sín, frá árinu 1700 til 1709. En 
við ósigur hans við Púltava og þrályndi og ráðleysu úr 
því, smáhrundi vegur og völd Svía, unz þeir eigi áttu 
eitt skattland eptir, nema part af Vindlandi, er þeir þó 
misstu við Vínarfriðinn 1814, enda mátti það hending 
ein heita, að þeir þá fengu Noreg í krúnusamband við sig. 
Þegar Karl tólfti kom til ríkis, og þessi frásaga hefst, 
rétt fyrir aldamótin 1700, stóð eiðumbundinn friður milli 
allra ríkja í norðurhluta Evrópu, enda var Rússlands þá 
að engu getið; það var hálfsiðað landflæmi, er varla 
vissi takmörk sín. Attu Svíar þá auk Finnlands, alla hina 
rússnesku strandlengju með Eystrasalti vestur fyrir Ríga. 
En til Póllands heyrðu þá mörg landflæmi, sem síðar 
urðu þýzk eða rússnesk, og taldist þá Pólland jafnstórt 
Frakklandi eða stærra. Nú er Karl kom til ríkis, var 
hann barn að aldri, f. 1682. Sáu þá óvinir Svía sér færi, 
og giltu nú lítið eiðar og særi. Þeir frændur Karls, Friðrik 
Danakonungur fjórði og Ágúst hinn sterki, kjörfursti á 
Saxlandi og konungur á Póllandi, gjörðu samband sitt 
til að vinna aptur lönd og léni, er Svíar, einkum Karl 
tíundi, höfðu rakað af ríkjum þeirra. En svo háskaleg 
sem þessi þrjú ríki voru Svíum, bættist nú hið fjórða við 
töluna, er þá var nýtt í sögunni og lítils metið af sið- 
aðri þjóðum. Það var heljarflæmið Rússland. Mátti segja, 
að skiptir um, hver á heldur. Pétur zar hinn mikli var 
kominn til sögunnar. Og það voru viðskiptin við hann, 
sem riðu Karli tólfta og köppum hans að fullu. En fyrst 
lengi stóð Evrópa forviða, að horfa á hamfarir hins sænska, 
barnunga ljóns, enda vantaði lítið á, að því er þótti, að 
Karl tólfti bryti allt á bak aptur og yrði nýr Alexander. 
En >Urðar orði kveður engi maður<, og ein var sú borg, 
er Karli tólfta varð eigi auðið að vinna. Það var sjálfs 
hans ofsi og þrályndi. 
Þessi þáttur, sem hér fer eptir, er nú saga Karls til 
staranna við Púltava. Sagan er meðfram skáldsasa. eða
	        
Waiting...

Note to user

Dear user,

In response to current developments in the web technology used by the Goobi viewer, the software no longer supports your browser.

Please use one of the following browsers to display this page correctly.

Thank you.