eða ill, sem lifa í björtum manna, og sem
hafa meiri eða minni áhrif á lífsferil þeirra
eftirlifandi, og með því móti er hann, hversu
lítið, sem á honum kann að bera, einn
hlekkur, góður eða illur, í alheimskeðjunni,
er leikur í hendi guðs.
Tóma hreiðrið.
Hver hefir rænt litla, fallega hreiðrið að
tarna, sagði Anna litlz, þegar hún klifraði
upp í ofurlítinn klett fyrir ofan bæinn henn-
ar mömmu sinnar, og sá þar ofurlítið hey-
hreyður í klettaskoru, og það var tómt.
Veslings fuglinn sat hnipinn þar skammt
frá, og var svo sorglegur á svipinn, að Önnu
litlu sýndist hann vera að gráta. Hreiðrið
var auðsjáanlega rænt, og Anna litla horfði
höggdofa á það, en sagði ekkert.
>Hver heldurðu þá að hafi rænt hreiðr-
ið, nema ótætis hrafninn, sem hefir bygt
sér hreiður uppi í háa hamrinum fyrir
austan bæinn, sagði Siggi bróðir hennar
við hana, en komdu nú að leika þér aftur
og byggja hús, og kærðu þig aldrei um litla
fuglinn, hann passar sig sjálfura.
>Nei, hann getur ekki passað sig sjálf-
urc, sagði hún, >því þá hefði ekki hreiðrið
hans litla verið rænte.