AÐ
þú sást, að það var ósatt, sem hann sagði
þér um vofuna í göngunum.
Þessi ósannsöglisvofa Eiríks heitins
gengur hér ljósum logum um bæinn, og þú
mátt æfinlega vera viss um, að þegar ein-
hver fullorðinn déyr, verður vofa hans eftir
á meðal þeirra, sem lifa. Þegar maður-
inn hefir verið sannorður og góður, og
eftirdæmi hans lifir í hjörtum manna með
virðing og eftirbreytnisverðu dagfari, er hún
björt og fögur, eða þá svört og geigvænleg,
þegar maðurinn hefir lifað svo illa, að
aðrir, sem með honum hafa verið, hafa
tekið það eftir honum. En Nonni minn,
eins og eg sagði þér, þá eru ekki þessar
vofur sýnilegar, og ekki leggja þær áþreif-
anlega hendur á neinn.
Móðir hans þagnaði nú, en Nonni sat
eftir í djúpum hugsunum, og einsetti sér
að lifa svo vel, að engar illar ósýnilegar
vofur gengju manna á milli, þegar hann
dæi. Og hann hélt þennan ásetning vel,
— var sannsögull, hógvær og dagfarsgóður
alla æfi, og þeir, sem voru með honum,
tóku upp sama lifðnaðarháttinn, svo vof-
urnar eftir hann urðu eintómir ljósálfar,
því enginn maður deyr algjörlega út úr
heimi þessum; hann hefur unnið verk, góð