Nýja árið.
>Nú er byrjað nýtt ár börnin míng,
sagði Sesselja húsfreyja við barnahópinn
sinn einn fagran nýársmorgun, um leið og
hún færði þeim nokkrar fallegar gjafir.
Kirkjuklukkurnar gullu við í fjarveru og
breiddu nokkurs konar helgisvip yfir þessa
hátignarlegu morgunstund. Mamma þeirra
sagði ofboð rólega:
>Vitið þið nú í hvaða minningu vér
höldum þennan hátíðisdag?<
>Nei, mammacq, sögðu þau sem yngri
voru, og horfðu spyrjandi framan í hana.
Þá gullu þau eldri við og sögðu: „Eg
veit það mamma, Jesúbarnið var skírt í
dag fyrir mörgum mörgum árum<
„Það er rétt börnin ming, sagði bún.
>En hvað er að vera skirður mammac<?
spurðu nú hin einföldu börn, og hún sagði:
ySkírnin er ekki burttekt líkamans saur-
ugleika, heldur sáttmáli góðrar samvizku
við guð, stendur í kverinu ykkara.